Önn að ljúka...

Hæ,

Jæja ætli það sé ekki best að krota smá. Ég hef ekki skrifað í hálfan mánuð. Á þeim tíma hefur svo sem ekki mikið gerst nema jú að samband mitt við fulltrúa Þýskalands hefur styrkts verulega og ástkær frænka mín hefur útskrifast úr Menntaskólanum við Sund eða MS alveg eins og Stebbi bróðir fyrir hartnær 20 árum síðan. Ég var einu sinni í MS. Mætti einu sinni í viku og bónaði gólfin. Ægilega lærdómsríkt.

Ég tók þá ákvörðun að fresta ritgerðaskilum til jóla og vinna að henni með vinnu. Það þýðir eins og kannski glöggir lesendur hafa komist að: Atvinnuleit. Ég er búinn að senda umsóknir á nokkra staði ásamt því að skrá mig á ráðningastofur.

Ég vil óska Ásrúnu og Óla til lukku með silfurbrúðkaupið og lukku með næstu 25 ár.

Hmm, já HM í knattspyrnu er brátt að hefjast og einhvern veginn hef ég miklu meiri áhuga nú en oft áður. 9. júní ætla ég að líma augun á boxið og sjá Þjóðverja berja Kosta Ríku menn í spað. Daginn eftir eru það svo Englendingar, sem halda kyndli Evrópu á lofti þegar Paraguay eða ParaGay verður lagt að velli.

Jæja gott fólk, ótrúlegt en satt að þá er komið að enda þessa pistils og ég veit að gleðin er beggja vegna.

Lifið heil og áfram allt gott og blessað. Kyssið blómin og kannski einn ástvin í dag.

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Arnar. Ég sendi þér bara baráttukveðjur í ritgerðasmíðina... hef því miður reynslu af því að fresta ritgerð... en það blessaðist nú allt á endanum eins og það gerir oftast nær!! Gangi þér svo bara vel í "jobhunting" og hafðu það gott. Elin Klara
Nafnlaus sagði…
Segi sama Arnar, gangi þér vel með ritgerðin en einnig við fulltrúa Þýskalands ;) kær kveðja Ásrún.

Vinsælar færslur